Vinna í sameiningu að málefnasamningi

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/RAX

„Við erum að ræða sam­an og vinna að mál­efna­samn­ingi,“ seg­ir Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­full­trúi og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Kópa­vogi, spurður hvernig meiri­hlutaviðræður Sjálf­stæðis­flokks­ins við Næst­besta flokk­inn og Lista Kópa­vogs­búa gangi.

„Eins og við sögðum strax ætl­um við að taka góðan tíma í þetta, við höf­um ekki sett okk­ur neinn ákveðinn tím­aramma. Við hitt­umst bæði í gær og í dag og við mun­um síðan hitt­ast aft­ur á morg­un [í dag],“ bæt­ir Ármann við í frétt í Morg­un­blaðinu í dag.

Ármann seg­ist ekki vilja tjá sig um efn­is­legt inni­hald mál­efna­samn­ings­ins. Fram kom í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ger­ir ekki kröfu um bæj­ar­stjóra­stól­inn í Kópa­vogi en Listi Kópa­vogs­búa hef­ur lagt áherslu á að bæj­ar­stjór­inn sé ópóli­tísk­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert