26 gúmmíbátar reyndust ónýtir

Skoðunarstofur Siglingastofnunar skoðuðu á síðasta ári 2.103 gúmmíbjörgunarbáta víða um land. Bátarnir voru af ýmsum gerðum. 26 af þessum bátum voru dæmdir ónýtir.

Meðal verkefna Siglingastofnunar Íslands eru árlegar úttektir á svokölluðum B-skoðunarstofum, sem eru þjónustustöðvar sem skoða búnað skipa, m.a. gúmmíbjörgunarbáta. Eftirlit stofnunarinnar felst í almennri úttekt á stöðvunum, búnaði og varahlutalager og jafnframt yfirferð á skoðunarskýrslum sem gerðar hafa verið. Þær verða að hafa starfsleyfi Siglingastofnunar sem að jafnaði er gefið út til fimm ára í senn. Stöðvarnar eru staðsettar víða um land og hafa einnig leyfi til að skoða og yfirfara björgunarbúninga. Þá hafa þær, að einni undanskilinni, leyfi til að skoða losunar- og sjósetningarbúnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert