550 brjóstaaðgerðir á ári

Reuters

Að minnsta kosti 550 brjóstaaðgerðir hafa verið gerðar árlega hér á landi síðustu þrjú ár og eru þá brjóstauppbyggingar eftir krabbamein meðtaldar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Blaðið segir að innflutningur á sílikonpúðum til fegrunaraðgerða hafi stóraukist á síðustu árum og sala á púðum til lýtalækna tekið stökk árið 2010, þegar rúmlega 550 pör voru flutt til landsins. Árin áður voru að minnsta kosti um 350 pör flutt inn.

Að auki voru gerðar 126 brjóstnámsaðgerðir árið 2009.

Brjóstastækkun kostar 400-520 þúsund krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert