Ekki útilokað að Ásta R. víki

Jóhanna Sigurðardóttir segir ekki útilokað að Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, víki úr sæti á kjörtímabilinu. Allir ráðherrar Samfylkingarinnar hafi verið búnir undir að víkja úr sæti og það sama eigi við um forseta Alþingis en háværar kröfur hafa verið um að hún segi af sér innan flokksins.

Jóhanna telur ekki að viðkvæm staða stjórnarflokkanna á þingi hafi afhjúpast í atkvæðagreiðslunni á föstudag þar sem báðir forystumenn stjórnarflokkanna lentu í minnihluta í atkvæðagreiðslu. Málið sé einstakt, ekki í stjórnarsáttmálanum og því hafi hver og einn gert upp hug sinn á eigin forsendum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka