Þrettán félagar Samfylkingarinnar á Akureyri, þar á meðal Hermann Jón Tómasson bæjarfulltrúi, harma að þingmenn flokksins báru ekki gæfu til að standa saman um að taka tillögu Sjálfstæðisflokksins um hið svonefnda Landsdómsmál af dagskrá þingsins enda Alþingi búið að afgreiða málið til dómstóla, að því er segir í yfirlýsingu sem birt er á vefsíðu Vikudags á Akureyri.
„Undirritaðir lýsa ennfremur furðu sinni á að þingmenn okkar í kjördæminu sáu enga ástæðu í þessu viðkvæma máli til að ræða afstöðu sína við stuðningsmenn flokksins rétt eins og hún sé þeirra einkamál.
Opin og gagnsæ umræða er undirstaða þess að flokknum takist að ná því markmiði að skapa lýðræðislegra þjóðfélag með opinni og skapandi umræðu.“
Þau sem rita undir yfirlýsinguna eru:
Ragnar Sverrisson
Guðný Hrund Karlsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Hallur Heimisson
Unnar Jónsson
Jóhann Jónsson
Logi Már Gunnarsson
Pétur Maack Þorsteinsson
Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir
Jón Ingi Cæsarsson
Valdís Anna Jónsdóttir
Sædís Gunnarsdóttir
Hermann J. Tómasson.