Staða forseta Alþingis, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, virðist trygg þótt ungliðahreyfing Samfylkingarinnar og sumir þingmenn flokksins heimti afsögn hennar fyrir að leyfa þinglega meðferð á tillögu um að ákæran gegn Geir H. Haarde verði felld niður.
Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag segir að reynt sé nú að lægja öldur í stjórnarflokkunum. Þar kemur meðal annars fram, að VG í Reykjavík heldur í kvöld „rabbfund“ um framtíð flokksins í kjölfar deilna um landsdómsmálið.