Landsdómsmálið ekki á dagskrá

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon
Leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon

Landsdómsmálið var ekki rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Þau telja að atkvæðagreiðslan í þinginu á föstudagskvöldið muni ekki hafa mikil áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið.

Jóhanna vildi lítið tjá sig um stöðu Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, en Ungir jafnaðarmenn hafa harðlega gagnrýnt að hún leyfði  þinglega meðferð á tillögu um að ákæran gegn Geir H. Haarde verði felld niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka