Loðnuleiðangri að ljúka og veiðiráðgjöf fyrir vikulok

Loðnufloti að veiðum íFaxaflóa.
Loðnufloti að veiðum íFaxaflóa. mbl.is/Árni Sæberg

Loðnu­leiðangri rann­sókna­skips­ins Árna Friðriks­son­ar lýk­ur vænt­an­lega í dag og verður skipið þá búið að fara tví­veg­is yfir út­breiðslu­svæði loðnunn­ar. Fyr­ir viku­lok er að vænta til­lagna um há­marks­afla á vertíðinni.

Heyra mátti á út­gerðarmönn­um, sem rætt var við í gær, að nokk­ur spenna væri um hver niðurstaðan yrði. Von­ir standa til að kvóti ís­lenskra skipa geti orðið um 500 þúsund tonn og vertíðin verði sú besta í all­mörg ár.

Fyrsta yf­ir­ferð og mæl­ing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar fyrr í mánuðinum bentu til að veiðistofn­inn á yf­ir­stand­andi vertíð væri af svipaðri stærðargráðu og spár á síðasta ári gerðu ráð fyr­ir. Í haust var gef­inn út rúm­lega 180 þúsund tonna upp­hafskvóti til ís­lenskra skipa.

Í gær var búið að landa um 82 þúsund tonn­um af loðnu frá 1. októ­ber skv. bráðabirgðatöl­um Fiski­stofu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert