Loðnuleiðangri að ljúka og veiðiráðgjöf fyrir vikulok

Loðnufloti að veiðum íFaxaflóa.
Loðnufloti að veiðum íFaxaflóa. mbl.is/Árni Sæberg

Loðnuleiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar lýkur væntanlega í dag og verður skipið þá búið að fara tvívegis yfir útbreiðslusvæði loðnunnar. Fyrir vikulok er að vænta tillagna um hámarksafla á vertíðinni.

Heyra mátti á útgerðarmönnum, sem rætt var við í gær, að nokkur spenna væri um hver niðurstaðan yrði. Vonir standa til að kvóti íslenskra skipa geti orðið um 500 þúsund tonn og vertíðin verði sú besta í allmörg ár.

Fyrsta yfirferð og mælingar Hafrannsóknastofnunar fyrr í mánuðinum bentu til að veiðistofninn á yfirstandandi vertíð væri af svipaðri stærðargráðu og spár á síðasta ári gerðu ráð fyrir. Í haust var gefinn út rúmlega 180 þúsund tonna upphafskvóti til íslenskra skipa.

Í gær var búið að landa um 82 þúsund tonnum af loðnu frá 1. október skv. bráðabirgðatölum Fiskistofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert