Norðurljósin hafa verið vel sýnileg víða um land síðustu daga og þannig var á norðanverðum Vestfjörðum í kvöld, þegar ljósmyndari Bæjarins besta, Sigurjón J. Sigurðsson, for á stjá og náði þessum einstöku myndum.
Að sögn Sigurjóns varaði sýningin ekki lengi, en þó nógu lengi til að honum tókst að festa ljósin á filmu, bæði yfir Ísafirði og Hnífsdal, og á leiðinni inn í Tungudal og Dagverðardal.
Á Stjörnufræðivefnum getur að líta vefslóð á kort sem sýnir virkni norðurljósa á norðurhveli jarðar. Samkvæmt kortinu er virknin töluverð nú um stundir.