Snjóþyngslin minnka Hraunbæinn

Á þriðja tug fólksbíla var lagt í röð við nyrðri …
Á þriðja tug fólksbíla var lagt í röð við nyrðri enda götunnar. Ljósmynd/Baldur

Mikið fannfergi er nú í Árbæjarhverfinu í Reykjavík og hafa margir íbúar hverfisins við Hraunbæ, eina fjölmennustu götu landsins, gripið til þess ráðs að leggja bílum sínum í götunni vegna ófærðar á bílastæðum. Við það verður fjölfarin tveggja akreina gata að einbreiðri götu á löngum kafla.

Þegar blaðamann mbl.is bar að garði í Hraunbænum á ellefta tímanum í kvöld hafði 22 bifreiðum verið lagt í götunni við vesturenda hennar.

Vart þarf að taka fram að þetta skapar slysahættu enda er mjög þröngt um vik fyrir bíla að mætast í götunni.

Sama vandamál skapaðist fyrir áramótahelgina og var þá bílum lagt í götunni þar til tók að hlána. Áður höfðu svellbunkar myndast eftir að hjölför mynduðust í snjónum og myndi frekari ofankoma að óbreyttu skapa svipað ástand áður en það tekur að hlýna á ný.

Eins og litla myndin ber með sér er varla fært lengur fyrir minni fólksbíla á sumum bílastæðum í götunni.

Djúp hjólför hafa myndast á bílastæðum við blokkirnar í Hraunbænum. …
Djúp hjólför hafa myndast á bílastæðum við blokkirnar í Hraunbænum. Bílastæðin eru illfær smærri fólksbílum. Ljósmynd/Baldur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert