Stofnanaveldið ánetjast ESB

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Ómar

Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag að hætta væri á að svo­nefnt stofn­ana­veldi ánetjaðist Evr­ópu­sam­band­inu.

„Hvernig stend­ur á því, að alltaf þegar born­ir eru upp samn­ing­ar inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins þá er stofn­ana­veldið, hvort sem það er verka­lýðshreyf­ing, at­vinnu­rek­enda­sam­tök, stjórn­sýsl­an, hlynnt en al­menn­ing­ur á móti? Það er vegna þess að búið er að fara með flug­vélarfarma viku eft­ir viku, mánuð eft­ir mánuð, út til Brus­sel þar sem fólk hefst við  á kostnað rík­is­ins. Þetta fólk ánetj­ast Evr­ópu­sam­band­inu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir, meiri hót­el­ferðir, meiri dag­pen­inga. Það er þess vegna sem stofn­ana­veldið ánetj­ast Evr­ópu­sam­band­inu," sagði Ögmund­ur.

Hann var að svara fyr­ir­spurn frá Ásmundi Ein­ari Daðasyni, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem spurði Ögmund hvort hann teldi ekki að bregðast þurfi við þeim þunga, sem Evr­ópu­sam­bandið hefði sett í kynn­ingu og aðlög­um hér á landi.

Sagði Ásmund­ur Ein­ar, að á dag­skrá þing­fund­ar í dag væri stjórn­ar­til­laga um að veita Evr­ópu­sam­band­inu einskon­ar skatt­frelsi hér á landi og átti þar við þings­álykt­un­ar­til­lögu frá ut­an­rík­is­ráðherra um að samþykkja sam­komu­lag um svo­nefnda IPA-styrki. Þá hefði um helg­ina verið opnuð Evr­ópu­stofa þar sem Evr­ópu­sam­bandið ætlaði að verja stór­fé til að kynna eigið ágæti. 

Ögmund­ur sagðist hafa haldið þeim málstað stíft fram, að Íslend­ing­ar ættu ekki taka við aðlög­un­ar­styrkj­um frá Evr­ópu­sam­band­inu held­ur aðeins styrkj­um, sem snéru að tækni­leg­um atriðum og tengd­ist aðild­ar­um­sókn­inni sér­stak­lega, svo sem þýðing­ar­styrkj­um.

Ögmund­ur sagði, að marg­ir styrk­ir Evr­ópu­sam­bands­ins væru ógeðfelld­ir og þeim væri haldið mjög stíft að þeim þjóðum, sem sam­bandið vildi að þýdd­ist sig. Það væru aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu, sem fjár­mögnuðu þessa styrki og  það kæmu Íslend­ing­ar til með að gera gangi þeir í Evr­ópu­sam­bandið.

„Það eru marg­ir að fagna þeim pen­ing­um sem hingað koma en þetta er veru­leik­inn, það er ein­hver sem borg­ar og það yrðum við sem borguðum ef við gengj­um í Evr­ópu­sam­bandið," sagði Ögmund­ur og bætti við, að inn­an­rík­is­ráðuneytið hefði staðið gegn þeim styrkj­um, sem það teldi vera óeðli­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert