Strandsiglingar hefjist að nýju

Starfshópur um strandsiglar skilaði í tillögum til innanríkisráðherra.
Starfshópur um strandsiglar skilaði í tillögum til innanríkisráðherra. mbl.is/Innanríkisráðuneytið

Starfs­hóp­ur inn­an­rík­is­ráðherra um hvernig koma megi strand­sigl­ing­um á að nýju hef­ur skilað ráðherra til­lög­um sín­um. Legg­ur hóp­ur­inn til að leitað verði til­boða í sigl­ing­arn­ar sam­kvæmt ákveðnum for­send­um þar sem boðið verði í meðgjöf rík­is­ins til nokk­urra ára meðan sigl­ing­arn­ar koma und­ir sig fót­un­um. Miðað er við til­rauna­verk­efni til nokk­urra ára og að því loknu standi sigl­ing­arn­ar und­ir sér.

Inn­an­rík­is­ráðherra skipaði snemma á síðasta sumri starfs­hóp til að leggja fram til­lög­ur um hvernig standa megi að því að koma á strand­sigl­ing­um að nýju. Mark­miðið er að hefja strand­sigl­ing­ar sem tryggja hag­kvæma sjó­flutn­inga á vör­um inn­an­lands og stuðla að lægri flutn­ings­kostnaði, já­kvæðri byggðaþróun með aukn­um tæki­fær­um og sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tækja á lands­byggðinni, seg­ir í til­kynn­ingu.

Hóp­ur­inn skoðaði mögu­lega flutn­inga, greindi skipa­kost, áætlaðan rekstr­ar­kostnað út­gerða, viðkomu­hafn­ir, tíðni ferða, áætl­un um sjálf­bært flutn­ings­verð og önn­ur atriði sem skipt geta máli. Farið var yfir ýms­ar skýrsl­ur og grein­ar­gerðir sem fyrri starfs­hóp­ar höfðu lagt fram. Hóp­ur­inn gerði markaðsrann­sókn­ir í sam­vinnu við at­vinnuþró­un­ar­fé­lög und­ir stjórn At­vinnuþró­un­ar­fé­lags Vest­fjarða. Þá var kannaður áhugi flutn­ingsaðila á strand­flutn­ing­um svo og áhugi fram­leiðenda og annarra kaup­enda vöru­flutn­inga.

Viku­leg­ar sigl­ing­ar

Niðurstaða hóps­ins er sú að leggja til að strand­sigl­ing­ar verði boðnar út. Gerð hafa verið drög að rekstr­aráætl­un fyr­ir skip og und­ir­bú­in gögn fyr­ir hugs­an­legt útboð en Rík­is­kaup voru til ráðgjaf­ar um þann þátt. Sam­kvæmt markaðsrann­sókn­um er lík­legt að flytja megi í strand­sigl­ing­um rúm­lega 70 þúsund tonn á ári til að byrja með. Flutn­ing­ar muni aukast þegar þjón­ust­an hef­ur fest sig í sessi. Miðað er við að skip sigli hring­inn frá höfuðborg­ar­svæðinu um­hverf­is landið í viku hverri og sinni flutn­ing­um milli hafna á Vest­fjörðum, Norður­landi og Aust­fjörðum. Gef­ur það mögu­leika á flutn­ingi milli þess­ara hafna bæði á hrá­efni og afurðum fyr­ir fram­leiðslu­fyr­ir­tæki en einnig á margs kon­ar dag­vöru fyr­ir versl­un og þjón­ustu.

Inn­an­rík­is­ráðherra mun nú fara yfir til­lög­urn­ar og í fram­hald­inu kynna hugs­an­legt útboð í rík­is­stjórn­inni. Stefnt er að því að und­ir­bún­ing­ur og útboð geti farið fram á þessu ári og að til­raunastrand­sigl­ing­ar gætu þá haf­ist í byrj­un næsta árs.

Starfs­hóp­inn skipuðu: Guðmund­ur Kristjáns­son, hafn­ar­stjóri Ísa­fjarðar­hafn­ar, formaður, Sig­urður Örn Guðleifs­son, lög­fræðing­ur inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu, Pét­ur Ólafs­son, skrif­stofu­stjóri Ak­ur­eyr­ar­höfn, Ögmund­ur Hrafn Magnús­son, lög­fræðing­ur fjár­málaráðuneyt­inu, Kristján Helga­son, deild­ar­stjóri hafna­sviðs hjá Sigl­inga­stofn­un Íslands, Unn­ar Jóns­son rekstr­ar­fræðing­ur og Etna Sig­urðardótt­ir hjá Vega­gerðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert