Steingrímur: Alvöruviðræður að hefjast

Steingrímur ásamt Štefan Füle og Dacian Ciolos.
Steingrímur ásamt Štefan Füle og Dacian Ciolos. Ljósmynd/ESB

„Það er nátt­úr­lega mark­miðið að þær verði all­ar komn­ar í gang á þessu ári. Það er auðvitað mjög mik­il­vægt að það drag­ist ekki leng­ur en fram eft­ir ár­inu,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, spurður hvenær „eig­in­leg­ar viðræður“ við ESB, eins og hann orðar það, hefj­ist.

Nú sé sú stund að nálg­ast að hægt sé að láta reyna á kröf­ur Íslands í sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mál­um „í al­vöru­viðræðum“.

Stein­grím­ur fundaði í dag með Stef­an Füle, stækk­un­ar­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra ESB, og Dacian Cio­los, land­búnaðar­stjóra ESB.

Stein­grím­ur lýs­ir yfir ánægju með fund­ina með for­ystu­mönn­um ESB en þetta var í fyrsta sinn sem hann fund­ar með Dam­anaki.

Ótíma­bært að ræða tíma­setn­ing­ar

Stein­grím­ur seg­ir einnig ótíma­bært að ræða hvenær aðild­ar­samn­ing­ur geti legið fyr­ir þannig að ís­lensk­ur al­menn­ing­ur geti kosið um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

„Það get ég ekki sagt. Ég vil ekki fara ná­kvæm­lega út í það. Það verður að koma í ljós."

Stein­grím­ur vék næst að mak­ríl­deil­unni með þeim orðum að staðan í henni væri erfið.

Hann hefði lagt ríka áherslu á að deil­unni og aðild­ar­um­sókn Íslands væri ekki „þvælt sam­an“. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert