Búnir að nota svigrúmið

mbl.is/Arnaldur

Bank­arn­ir eru þegar bún­ir að lækka íbúðalán til ein­stak­linga um 144 millj­arða króna frá hruni en fengu af­slátt upp á 95 millj­arða þegar lána­söfn­in voru færð úr gömlu bönk­un­um í nýja eft­ir hrunið 2008.

Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands álít­ur því að þeir hafi ekki svig­rúm til frek­ari skulda­lækk­un­ar. Í nýrri skýrslu sem hún vann að ósk stjórn­valda kem­ur fram að leið al­mennr­ar, flatr­ar skuld­aniður­færslu um 18,7%, sem Hags­muna­sam­tök heim­il­anna mæla með, myndi kosta rík­is­sjóð um 200 millj­arða. Það svar­ar til um 37% af út­gjöld­um rík­is­sjóðs á þessu ári.

Hags­muna­sam­tök­in vilja að fólk sem á meira en 15 millj­ón­ir á reikn­ing­um greiði kostnaðinn að hluta en hafa einnig bent á að hægt væri bein­lín­is að skatt­leggja hagnað bank­anna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert