Enn stjórnlaust í Kópavogsbæ

Þótt enginn sé meirihlutinn þarf enn að stýra bæjarfélaginu. Síðdegis …
Þótt enginn sé meirihlutinn þarf enn að stýra bæjarfélaginu. Síðdegis í gær var haldinn fundur í bæjarstjórn Kópavogs. mbl.is/Árni Sæberg

Nýr meiri­hluti hef­ur enn ekki verið myndaður í Kópa­vogi. Bæj­ar­full­trú­ar tala um snúna stöðu, til­laga hef­ur komið upp um sam­starf allra flokka og bæj­ar­stjór­an­um hef­ur enn ekki verið sagt form­lega upp störf­um, þrátt fyr­ir að henni hafi verið til­kynnt fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um að hún nyti ekki leng­ur trausts.

Fram­sókn bíður á hliðarlín­unni og bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa látið nei­kvæð orð falla um mögu­legt sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn við litla hrifn­ingu þeirra síðar­nefndu.

„Þetta er snú­in staða,“ seg­ir Haf­steinn Karls­son, bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en flokk­ur­inn hef­ur lýst yfir banda­lagi við VG. „Bæj­ar­stjórn­in er stefnu­laus eins og hún er nú.“ Hann seg­ir viðræður við Sjálf­stæðis­flokk­inn liggja bein­ast við, en á fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi í fyrra­dag var talað um Sjálf­stæðis­flokk­inn sem slæm­an kost.

Í frétta­skýr­ingu um stöðuna í Kópa­vogi seg­ir Haf­steinn að marg­ir úr baklandi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar telji viðræður við Sjálf­stæðis­flokk­inn vera það eina í stöðunni. Full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í bæj­ar­stjórn sögðu í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn væri neyðarúr­ræði og töluðu um hryll­ing og þung spor í því sam­bandi.

„Mér finnst þetta ótrú­leg fram­koma í garð stjórn­mála­flokks sem á sama tíma er verið að bjóða upp í dans. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla að koma á far­sælu sam­starfi með slíku hátt­erni,“ seg­ir Ármann Kr. Ólafs­son, odd­viti sjálf­stæðismanna. „Ef fólk ætl­ar að fara inn í svona sam­starf, þá þarf því að líða vel. Fólk þarf að vera glatt í hjarta sínu og til­finn­ing­in þarf að vera fín.“

Leiðrétt­ing frá Haf­steini Karls­syni, bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi:

Í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag er sagt að bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi hefðu sagt í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær „að sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn væri neyðarúr­ræði og töluðu um hryll­ing og þung spor í því sam­bandi.“

„Hér er ekki rétt haft eft­ir,“ seg­ir Haf­steinn. „Þess­ir tveir flokk­ar eiga sér vissu­lega sína sögu í bæn­um og á stund­um tek­ist harka­lega á, en það er ekki þar með sagt að fyrri ágrein­ing þess­ara tveggja flokka sé ekki hægt að jafna.  Þótt oft hafi blásið hraust­lega hafa þess­ir flokk­ar m.a. unnið sam­eig­in­lega að gerð fjár­hags­áætl­un­ar í þrígang og gekk það afar vel.  Nú er tími til þess að horfa fram á við í stað þess að dvelja við fortíðina. “

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert