Forystumenn lögðust á sína menn

Frá fundi VG í gærkvöldi.
Frá fundi VG í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

„Mér misbauð gjörsamlega atkvæðagreiðslan sem fram fór á haustmánuðum 2010, það er alger skrumskæling á sanngirni þegar beitt er pólitískum bolabrögðum, þremur er sleppt og einum haldið eftir,“ sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir á rabbfundi  Reykjavíkurfélags VG í gærkvöldi um stöðu flokksins.

Hugmyndin hefði verið að einn úr hverjum þingflokki að Hreyfingunni undanskilinni myndi vera meðal flutningsmanna á tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem yrði þá þverpólitísk. En síðan hefðu forystumenn ríkisstjórnarinnar lagst á menn. Niðurstaðan varð að Bjarni var eini flutningsmaðurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert