Nauðugur farþegi í bílnum

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Nokkur umferðaróhöpp urðu í görkvöldi og nótt vegna færðar í umdæmi lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsl á fólki.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi voru karl og kona, bæði í annarlegu ástandi,  handtekin á Ártúnshöfða. Þau voru á bifreið sem hafði röng skráningarnúmer. Á þeim fundust eggvopn og fíkniefni auk þess sem þýfi  var í bílnum. Einnig var talið að farþegi sem með þeim var  hafi verið þar nauðugur.  Parið gistir fangageymslu.

Klukkan hálf þrjú í nótt ók ölvaður ökumaður á tvo ljósastaura við Túngötu og Hofsvallagötu. Hann var handtekinn skammt frá staðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka