„Pólitískt hagsmunafúsk"

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna segj­ast hafna grein­ar­gerð Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands um kostnað við niður­færslu lána. Segja sam­tök­in, að grein­ar­gerðin sé hags­munafúsk eða í besta falli áróðursplagg stjórn­valda.

Í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um seg­ir, að þau hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að mál­in verði ekki leyst af rík­is­stjórn eða fjár­mála­kerf­inu. Hvorki sé að vænta mik­ill­ar end­ur­skoðunar og upp­stokk­un­ar frá há­skólaelít­unni né líf­eyr­is­sjóðunum og telji sam­tök­in því væn­leg­ast að leita til for­seta Íslands með þær 37 þúsund und­ir­skrift­ir, sem safn­ast hafi til stuðnings kröf­um sam­tak­anna um leiðrétt­ingu lána og af­nám verðtrygg­ing­ar. Hafi sam­tök­in hafa því farið fram á fund með for­set­an­um.

Vef­ur Hags­muna­sam­taka heim­il­anna

Lík­legt að ríkið myndi bera kostnað við niður­fell­ingu skulda

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert