RÚV undirbýr „viðburðarás“

Beinar útsendingar frá EM í handbolta njóta mikils áhorfs.
Beinar útsendingar frá EM í handbolta njóta mikils áhorfs. mbl.is/Eggert

Ríkisútvarpið hefur hafið undirbúning að stafrænni dreifingu sjónvarps og opnun nýrrar rásar við hlið aðalrásar RÚV-Sjónvarps. Nýja rásin verður m.a. notuð til að sýna frá stórum íþróttaviðburðum. Þá þarf ekki lengur að hnika til föstum dagskrárliðum vegna slíkra viðburða.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Páll Magnússon útvarpsstjóri, að samkvæmt drögum að fjarskiptaáætlun væri gert ráð fyrir því að slökkt yrði á hliðrænu (analog) dreifikerfi Sjónvarpsins í lok ársins 2014. Það hefur nýtt VHF- og UHF-tíðnir til útsendinga um allt land.

„Þegar við förum í stafræna dreifingu opnast möguleiki á að vera með aðra rás, sem við getum kallað viðburðarás, og verður á endanum í jafnmikilli dreifingu og aðalrásin – til 99,9% landsmanna,“ sagði Páll. „Þá getum við farið í stórar útsendingar frá tímafrekum viðburðum á borð við Ólympíuleika og heimsmeistaramót í íþróttum án þess að riðla dagskránni á meginrásinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka