Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hitti í dag að máli nokkra úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel, þar á meðal Mariu Daminaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórninni, og Stefan Fühle, sem fer með stækkunarmál.
Þá átti Steingrímur einnig fund með Dacian Cioloş, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmdastjórn ESB.
Ekki er búið að opna kafla um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál í aðildarviðræðum við ESB og sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér skýrslu í fyrra þar sem segir að það sé mat framkvæmdastjórnar að talsvert vanti upp á að Ísland sé tilbúið til viðræðna um landbúnaðarmál.