Steingrímur J. í Brussel

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, er nú stadd­ur í Brus­sel og mun m.a. eiga viðræður við Maríu Dam­anaki, sjáv­ar­út­veg­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins.

Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði á Alþingi í sept­em­ber að hann væri reiðubú­inn til að fara til Brus­sel og hitta „hina háu herra“ til að kom­ast að kröf­um Evr­ópu­sam­bands­ins varðandi áætlana­gerð Íslend­inga um land­búnaðar­mál. Búið var að setja fund á dag­skrá en hon­um var frestað og þegar Jón lét af ráðherra­embætti hafði hann ekki enn verið hald­inn.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is ætl­ar Stein­grím­ur bæði að ræða land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­mál í ferð sinni til Brus­sel.

Ekki er búið að opna kafla um sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mál í aðild­ar­viðræðum við ESB og sendi fram­kvæmda­stjórn ESB frá sér skýrslu í fyrra þar sem seg­ir að það sé mat fram­kvæmda­stjórn­ar að tals­vert vanti upp á að Ísland sé til­búið til viðræðna um land­búnaðar­mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert