Styrmir: Þingmenn brennimerktir

Styrmir Gunnarsson
Styrmir Gunnarsson mbl.is/Rax

Styrmir Gunnarsson, annar ritstjóra Evrópuvaktarinnar, segir forystumenn stjórnarflokkana brennimerkja þá þingmenn sem þeim er ekki að skapi.

„Forystumenn stjórnarflokkanna með Jóhönnu Sigurðardóttur í fararbroddi halda áfram þeirri iðju að brennimerkja þá þingmenn, sem þeim eru ekki að skapi. Þetta gerist aftur og aftur. Fyrir nokkrum vikum fengu þeir Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason svona brennimerkingu með því að lekið var fréttum um að þeir væru á útleið. Nokkrum vikum síðar voru þeir settir út.

Nú síðustu daga hefur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis verið brennimerkt. Vandi Jóhönnu við að koma Ástu Ragnheiði úr forsetastól er hins vegar sá, að í kosningu um nýjan forseta er líklegt að Ásta Ragnheiður yrði endurkjörin með atkvæðum flestra stjórnarandstöðuþingmanna, utan þingmanna Hreyfingar, og þeirra þingmanna stjórnarflokkanna, sem settir hafa verið út í horn.

Brennimerkingar af þessu tagi voru notaðar í Sovétríkjunum eftir að hætt var að drepa fólk þar umsvifalaust og án dóms og laga. Sovézkir andófsmenn lýstu því á þann veg að í kringum þá væri búið til það, sem þeir kölluðu „atmosphere of murder“. Þeir voru brennimerktir opinberlega. Eftir það vildi enginn við þá tala.

Þetta eru aðferðirnar sem Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. hafa notað til þessa til þess að losna við samstarfsmenn, sem þeim hafa ekki lengur verið þóknanlegir,“ skrifar Styrmir Gunnarsson á vef Evrópuvaktarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert