Rætt verði við Samfylkinguna án VG

Ármann Kr. Ólafsson
Ármann Kr. Ólafsson mbl.is/Brynjar Gauti

Ármann Kr. Ólafs­son, odd­viti sjálf­stæðismanna í Kópa­vogi, hafði sam­band við Guðríði Arn­ar­dótt­ur, odd­vita Sam­fylk­ing­ar, um mögu­leika á viðræðum um mynd­un nýs meiri­hluta í bæj­ar­stjórn, gegn því að Sam­fylk­ing­in léti af sam­spyrðingi sín­um við Vinstri græna í þeim viðræðum. Að sögn Ármanns fékk hug­mynd­in dræm­ar viðtök­ur.

„Við erum á fullu við að reyna að koma þessu eitt­hvað áfram. Það eru ekki orðnir marg­ir kost­ir í stöðunni. Sjálf­stæðis­flokkn­um er stillt upp við vegg um að hann verði að tala við tvo flokka. Það gengu all­ir flokk­ar óbundn­ir til kosn­inga og óeðli­legt að mynda kosn­inga­banda­lag eft­ir á,“ seg­ir Ármann en eng­ir form­leg­ir viðræðufund­ir hafa verið ákveðnir í kvöld eða á morg­un. „En vissu­lega eru menn að tala sam­an.“

Meiri­hluti hef­ur ekki verið starf­andi í Kópa­vogi í nærri tvær vik­ur, eft­ir að upp úr sam­starfi Sam­fylk­ing­ar, VG, Næst­besta flokks­ins og lista Kópa­vogs­búa slitnaði vegna ágrein­ings um hvernig að upp­sögn bæj­ar­stjór­ans var staðið, Guðrún­ar Páls­dótt­ur.

Eft­ir sem áður er Guðrún enn starf­andi sem og for­seti bæj­ar­stjórn­ar og formaður bæj­ar­ráðs. Nefnd­ir bæj­ar­ins hafa einnig starfað þrátt fyr­ir meiri­hluta­leysið. Ármann seg­ir að vit­an­lega geti þetta ástand ekki varað til lengd­ar og nauðsyn­legt að bæj­ar­full­trú­ar komi sér sam­an um nýj­an meiri­hluta.

Ármanni hugn­ast ekki til­laga Hjálm­ars Hjálm­ars­son­ar, Næst­besta flokkn­um, um að bæj­ar­fulltú­arn­ir 11 starfi sam­an í nokk­urs kon­ar „þjóðstjórn“, og að full­trú­um í nefnd­um verði fjölgað úr fimm í sjö. Þá lagði Hjálm­ar einnig til að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fengi for­mennsku í bæj­ar­ráði og Sam­fylk­ing­in vara­for­mennsku, og að odd­vit­ar allra flokka myndu hitt­ast á vinnufundi degi fyr­ir fund bæj­ar­stjórn­ar, í stað meiri­hluta­fund­ar áður.

„Ég hef ekki góða sann­fær­ingu fyr­ir þess­ari til­lögu og tel að það yrði los­ara­brag­ur á þess­ari vinnu. Ég sé ekki hvernig þeir sem segj­ast ekki geta unnið með okk­ur í meiri­hluta ætla að vinna með okk­ur í ein­hvers kon­ar þjóðstjórn. Ég tel að í stór­um sveit­ar­fé­lög­um eins og Kópa­vogi, því næst­stærsta á land­inu, geti svona sam­starf trauðla gengið upp, þó að það geti kannski gengið í smærri sveit­ar­fé­lög­um,“ seg­ir Ármann um til­l­lögu Hjálm­ars, sem fékkst ekki rædd á fundi bæj­ar­stjórn­ar í gær.

„Menn verða bara að fara að mynda meiri­hluta og koma aft­ur á ein­hverj­um stöðug­leika, þannig að við lend­um ekki í þeim sama glundroða sem er núna í stjórn­mál­um á landsvísu. Við höf­um ekki verið að raska starfi nefnd­anna og þetta er ekk­ert úr­slita­atriði í dag eða á morg­un,“ seg­ir Ármann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert