Allt að 11 stiga hiti um helgina

Eins og sjá má er spáð allt að 11 stiga …
Eins og sjá má er spáð allt að 11 stiga hita um helgina. Mynd/Veðurstofa Íslands

Það er skammt öfganna á milli í veðurfarinu þessa dagana. Eftir viku mikillar ófærðar og snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Mið-Norðurlandi spáir Veðurstofa Íslands allt að ellefu stiga hita um helgina.

Á miðnætti á laugardag er spáð 7 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu en 9 stiga hita á Vesturlandi og á Norðausturlandi.

Spáð er 9 stiga hita víðar um landið á sunnudag og þá meðal annars í Bolungarvík klukkan sex að morgni sunnudagsins. Verður þá 11 stiga hiti í Vestmannaeyjum, nánar tiltekið á Stórhöfða, ef spáin gengur eftir. Gerir hún ráð fyrir 22 metrum á sekúndu á Stórhöfða.

Þarf vart að taka fram að slíkar sveiflur í hitastiginu geta kallað á asahláku og ber því að huga að niðurföllum og svölum til að koma í veg fyrir vatnstjón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka