Andrea J.: Leiðrétting lána

Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún ber fram þá spurningu hvort árið 2012 verði ár réttlætisins varðandi leiðréttingu lána og afnám verðtryggingar.

Andrea segir m.a. í grein sinni: Stuðningur þjóðarinnar við kröfur HH er víðtækur, en í nóvember síðastliðnum gerði Capacent Gallup könnun fyrir samtökin sem gefur til kynna að kröfurnar um afnám verðtryggingar og almennar leiðréttingar lána endurspegli vilja 80% þjóðarinnar. Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins undir lok árs 2011 rímaði einnig við þessar kröfur og hafa því allir flokkar ályktað í þessa veru, en lítið gerist á Alþingi.

Grein Andreu má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert