Bað Jóhönnu að vera góð við Össur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, bað Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að vera góð við utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, þar sem hann hefði verið sérstaklega illa fyrir kallaður undanfarið.

Sagði Sigmundur Össur hafa talað sér þvert um geð og talað illa um samstarfsmenn sína og bað forsætisráðherra að gera sér þann greiða að vera góð við ráðherrann.

Forsætisráðherra svaraði því hins vegar til að utanríkisráðherra hefði aldrei átt erfitt með að sjá um sig eða svara fyrir sig og því ætlaði hún ekki að leggja sig neitt sérstaklega fram um að vera góð við hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka