Færðu vökudeild gjafir

Steinunn Viktorsdóttir ásamt fjölskyldu
Steinunn Viktorsdóttir ásamt fjölskyldu

Stein­unn Vikt­ors­dótt­ir heim­sótti vöku­deild Barna­spítala Hrings­ins í des­em­ber­mánuði sl. ásamt for­eldr­um sín­um, Vikt­ori Kr. Helga­syni og Önnu Sig­ríði Þrá­ins­dótt­ur, en með í för voru ömm­ur og afar Stein­unn­ar.

Til­gang­ur heim­sókn­ar­inn­ar var einkum sá að færa deild­inni gjaf­ir en Stein­unn, sem nú er tví­tug, fædd­ist sjálf fyr­ir tím­ann og dvaldi því tíma­bundið á vöku­deild Barna­spítala Hrings­ins.

Vöku­deild­in fékk að gjöf peys­ur, húf­ur, sokka og teppi sem amma Stein­unn­ar hannaði og bjó til en einnig færðu þau deild­inni pen­inga­gjöf. Seg­ir m.a. í til­kynn­ingu frá Barna­spítala Hrings­ins að gjaf­irn­ar eigi eft­ir að nýt­ast vel í mæðraher­berg­inu en það er séraðstaða sem ný­lega var komið upp.

Þar geta nýbakaðar mæður farið afsíðis og mjólkað sig í friði og ró en einnig geta starfs­menn deild­ar­inn­ar sest niður með þeim og veitt fræðslu og leiðbein­ing­ar um brjósta­gjöf og tengd mál­efni.

Fjöl­skylda Stein­unn­ar hef­ur áður fært Barna­spítala Hrings­ins gjaf­ir og þá gjarn­an í des­em­ber­mánuði.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert