Furða sig á ummælum forsætisráðherra

Þung á brún á þingi.
Þung á brún á þingi. mbl.is/Golli

„Það hefur ekki nokkur einasti þingmaður sem ég hef hitt léð máls á því. Það er auðvitað mjög undarlegt að forsætisráðherra skuli skella þessu fram eins og hún hafi skipað forseta þingsins og geti þar með dregið þá skipun til baka eða eitthvað í þá veruna.“

Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn að til greina kæmi að nýr forseti Alþingis tæki við af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Þá sagði hún ennfremur: „Staðan er þannig að í okkar flokki þá gengust allir ráðherrar og líka forseti undir það að það gætu orðið breytingar á kjörtímabilinu. En ég lagði Ástu til sem forseta þingsins á sínum tíma og hef ekki enn gert neinar breytingar á því.“

„Ég hef ekki nokkra trú á því að það sé meirihluti fyrir því í þinginu að skipta um forseta og get ekki ímyndað mér að það fáist nema örfá atkvæði til þess að styðja þá tillögu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert