Nýr upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Jóhann Hauksson.
Jóhann Hauksson.

Jóhann Hauksson, blaðamaður, hefur verið ráðinn til forsætisráðuneytisins sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Jóhann er ráðinn samkvæmt lagaheimild með sama hætti og aðstoðarmenn ráðherra skv. 22. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og hefur þegar tekið til starfa.

Frá þessu segir á vef forsætisráðuneytisins.

Jóhann er menntaður félagsfræðingur og hefur unnið sem frétta- og blaðamaður frá árinu 1986 á fjölmörgum fjölmiðlum, lengst sem fréttamaður og dagskrárstjóri hjá RÚV. 

Í nýjum  lögum um Stjórnarráð Íslands segir m.a. í 22. grein: „Ráðherrum er heimilt að ráða til starfa í ráðuneyti sínu aðstoðarmann eða aðstoðarmenn. Aðstoðarmenn sem eru ráðnir til starfa í Stjórnarráði Íslands skulu á hverjum tíma ekki vera fleiri en nemur tveimur fyrir hvern ráðherra en heimilt er samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar að ráða þrjá til viðbótar ef þörf krefur. Ákvæði um auglýsingaskyldu í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eiga ekki við um ráðningu aðstoðarmanna. Aðstoðarmaður ráðherra gegnir störfum fyrir ráðherra svo lengi sem ráðherra ákveður, þó ekki lengur en ráðherra sjálfur.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka