Flokksstjórn Samfylkingarinnar kemur saman til fundar nk. laugardag. Forgangsverkefni næstu mánuða í atvinnu- og efnahagsmálum eru meginefni fundarins.
Þá verður tillaga Andrésar Jónssonar ofl. um landsfund á vormánuðum 2012 tekin til umræðu og afgreiðslu á fundinum, eins og samþykkt var á flokksstjórnarfundi 30. desember sl.
Að lokinni setningarræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, hefja Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, umræðu um forgangsverkefnin í atvinnu- og efnahagsmálum.
Að loknum umræðum verður fjallað í fjórum málstofum um atvinnu- og efnahagsmál, þar sem ályktanir landsfundar Samfylkingarinnar frá því í október sl. verða hafðar til hliðsjónar:
Fundurinn hefst kl. 10 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.