Ræða forgangsverkefni í atvinnu- og efnahagsmálum

Jóhanna Sigurðardóttir setur fundinn á laugardag.
Jóhanna Sigurðardóttir setur fundinn á laugardag. mbl.is/Golli

Flokks­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar kem­ur sam­an til fund­ar nk. laug­ar­dag. For­gangs­verk­efni næstu mánuða í at­vinnu- og efna­hags­mál­um eru meg­in­efni fund­ar­ins.

Þá verður til­laga Andrés­ar Jóns­son­ar ofl. um lands­fund á vor­mánuðum 2012 tek­in til umræðu og af­greiðslu á fund­in­um, eins og samþykkt var á flokks­stjórn­ar­fundi 30. des­em­ber sl.

Að lok­inni setn­ing­ar­ræðu Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­sæt­is­ráðherra, hefja Odd­ný G. Harðardótt­ir, fjár­málaráðherra, og Guðbjart­ur Hann­es­son, vel­ferðarráðherra, umræðu um for­gangs­verk­efn­in í at­vinnu- og efna­hags­mál­um.

Að lokn­um umræðum verður fjallað í fjór­um mál­stof­um um at­vinnu- og efna­hags­mál, þar sem álykt­an­ir lands­fund­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar frá því í októ­ber sl. verða hafðar til hliðsjón­ar:

Fund­ur­inn hefst kl. 10 á Hót­el Hilt­on Reykja­vík Nordica.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert