Skýrslan mikill áfellisdómur

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks, sagði á Alþingi í dag að ef for­sæt­is­ráðherra teldi skýrslu Hag­fræðistofn­unn­ar um skulda­vanda heim­il­anna rétta, þá væri hún mik­ill áfell­is­dóm­ur yfir rík­is­stjórn­inni.

Sagði þingmaður­inn að í fyrsta lagi hefði rík­is­stjórn­in þá gert mik­il mis­tök við stofn­un nýju bank­anna, sem nú hefðu ekki svig­rúm til að færa skuld­ir frek­ar niður, að rík­is­stjórn­in hefði gert mis­tök varðandi geng­is­bundnu lán­in en svig­rúm til skuld­aniður­færslu hefði þá að mestu farið í að bera tjón af því að þau voru dæmd ólög­mæt, og að áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að samþykkja Ices­a­ve hefðu sett landið í þrot, þar sem sá kostnaður sem hefði lent á rík­is­sjóði hefði orðið mun meiri en þeir 200 millj­arðar sem það myndi kosta að ráðast í niður­færsl­ur á skuld­um heim­il­anna.

For­sæt­is­ráðherra, Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, sagði bæði Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðlabank­ann, hlut­lausa aðila, hafa farið yfir skýrsl­una og því hlytu niður­stöður henn­ar að vera rétt­ar. Spurði hún þing­mann á móti hvort hann drægi í efa hlut­leysi Hag­fræðistofn­un­ar.

Sagði Jó­hanna að mik­il­vægt hefði verið að skera í eitt skipti fyr­ir öll úr um svig­rúm bank­anna til af­skrifta.

Rík­is­stjórn­in hefði gripið til um­fangs­mik­illa aðgerða sem þegar hefðu skilað sínu. T.d. hefðu 10 þúsund um­sókn­ir um 110% leiðina verið samþykkt­ar og skuld­ir lækkaðar um 200 millj­arða.

For­sæt­is­ráðherra sagði að á botni krepp­unn­ar hefðu 16 þúsund manns sagt stöðu sína slæma og 46 þúsund nokkuð slæma, því væri ekki rétt að segja að 60 þúsund heim­ili væru gjaldþrota.

Skuld­ir hefðu minnkað um 10%, van­skil minnkað, fast­eigna­verð hækkað um 10% á síðasta ári og kaup­mátt­ur launa auk­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert