Þingið getur afturkallað ákæruna

Frá fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, þar sem rætt …
Frá fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, þar sem rætt er um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde. mbl.is/Kristinn

Alþingi hef­ur ákæru­valdið í lands­dóms­mál­inu og get­ur hvenær sem er aft­ur­kallað ákær­una á hend­ur Geir H. Haar­de, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra. Þetta kom fram í máli Sig­ríðar Friðjóns­dótt­ur, sak­sókn­ara Alþing­is, á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar þings­ins sem nú stend­ur yfir. Sig­ríður sagðist þannig ekki sam­mála þeirri skoðun Ólafs Jó­hann­es­son­ar, fyrr­ver­andi laga­pró­fess­ors, að þegar Alþingi hefði ákært væri málið úr hönd­um þess.

Sig­ríður var enn­frem­ur spurð að því hvort hún teldi eitt­hvað hafa komið upp sem gæfi til­efni til þess að draga ákær­una til baka. Hún svaraði því til að það væri ekki hlut­verk sak­sókn­ara Alþing­is að end­ur­meta ákvörðun þings­ins. Ákæru­skjalið væri í raun aðeins forms­atriði þar sem Alþingi hefði ákveðið að ákæra. Hend­ur sak­sókn­ara væru þar með mjög bundn­ar að því leyti.

Hún teldi hins veg­ar ekk­ert hafa komið fram í mál­inu sem gæfi til­efni til þess að taka málið til end­ur­skoðunar. Helgi Magnús Gunn­ars­son, vara­sak­sókn­ari Alþing­is, sagði að frá­vís­un á tveim­ur af sex ákæru­liðum í mál­inu hefði þannig til að mynda ekki breytt mál­inu í grund­vall­ar­atriðum út frá þeim for­send­um sem Alþingi lagði upp með.

Aðspurð hvort um­fjöll­un Alþing­is um þings­álykt­un­ar­til­lögu sjálf­stæðismanna um að draga ætti ákær­una til baka hefði áhrif á fram­gang máls­ins í hönd­um sak­sókn­ara sagði hún ekki telja að svo yrði enn sem komið væri alla­vega en þessi staða væri hins veg­ar mjög baga­leg fyr­ir störf hans og óþægi­leg.

Ef málið dræg­ist á lang­inn sagðist Sig­ríður vænt­an­lega þurfa að ráðfæra sig við for­seta lands­dóms um fram­hald þess. Helgi Magnús sagði enn­frem­ur að það væri vit­an­lega ósk þeirra að botn yrði feng­inn í málið sem fyrst á Alþingi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert