Hellisheiðin er enn ófær en unnið er að mokstri. Þrengslin eru nú fær öllum bílum en þar er hálka. Flestar aðalleiðir á Suðurlandi eru færar. Þó er ófært á Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði, og víða þungfært á fáfarnari sveitavegum.
Hálkublettir eru á Reykjanesbraut en hálka á Suðurnesjum.
Á Vesturlandi er víðast hvar hálka. Ófært er á Útnesvegi, í Álftafirði og á Laxárdalsheiði en verið er að moka Fellsströnd og Skarðsströnd.
Á Vestfjörðum er ófært frá Vatnsfirði og austur yfir Klettsháls. Enn er ófært í Djúpinu, þar er mikill snjór, talsvert um snjóflóð og mokstur gengur hægt. Þröskuldar eru ófærir en fært er um Innstrandaveg. Þó er raunar flughált í Bæjarhreppnum.
Á Norðurlandi er víðast hvar hálka og sumstaðar skafrenningur. Siglufjarðarvegur er ófær og verður ekki opnaður fyrr en á morgun.
Á Austurlandi og Suðausturlandi er hálka eða snjór, þæfingsfærð er milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur.