Það var óvenjulegur morgunn fyrir Einar Karl og fjölskyldu sem búa við Lyngholt á Álftanesi. Hæstu skaflarnir voru allt að tveir metrar á hæð og þurftu þau að moka sig út. Kennsla við grunnskólann féll niður. Þrátt fyrir ófærðina fannst börnunum þetta bara skemmtilegt og spennandi.