Tvöfalt meiri innflutningur

mbl.is/Þorkell

Innflutningur á kjötvörum var tvöfalt meiri á síðasta ári en árið 2010. Verðmæti kjötútflutningsins fyrstu ellefu mánuði ársins nam 1.152 milljónum, en nam 612 milljónum sömu mánuði árið 2010.

Í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að á næstu dögum verður lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytta framkvæmd á innflutningi búvara á lágmarkstollum. Ekkert var flutt inn af landbúnaðarvörum á lágmarkstollum á meðan Jón Bjarnason var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Mest er flutt inn af nautakjöti, kjúklingum og svínakjöti. Talsvert er líka flutt inn af villibráð og unnum kjötvörum. Innflutningur á ostum og unnum mjólkurvörum hefur einnig aukist milli ára, en þó mun minna en á kjötvörum.

Ekkert hefur hins vegar verið flutt inn síðustu ár á grundvelli GATT-samnings um innflutning á búvörum á lágmarkstollum. Ástæðan er sú að Jón Bjarnason ákvað að innflutningurinn ætti að verða á grundvelli verðtolla en ekki magntolla. Það þýddi að tollurinn á vörunum varð hærri en af vörum sem fluttar voru inn á grundvelli almennra tolla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert