Ekki meiri verðbólga í 20 mánuði

Alþýðusamband Ísland segir að verðbólgan hafi ekki verið hærri í …
Alþýðusamband Ísland segir að verðbólgan hafi ekki verið hærri í 20 mánuði. mbl.is/Eggert

ASÍ seg­ir að verðbólg­an  hafi ekki meiri frá því í maí 2010, en þá var hún 7,5%. Verðlag hækkaði um 0,28% frá des­em­ber og mæl­ist ár­sverðbólga nú 6,5%. Þetta kem­ur fram í mæl­ingu Hag­stof­unn­ar á vísi­tölu neyslu­verðs sem birt var í morg­un, seg­ir ASÍ.

„Hækk­an­ir á ýms­um þjón­ustu­gjöld­um og álög­um hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um skýra að mestu þessa hækk­un auk hækk­ana á bens­íni, mat­vöru, áfengi og tób­aki. Útsöl­ur og lækk­un á flug­far­gjöld­um vega hins veg­ar aðeins upp á móti hækk­un­um,“ seg­ir á vef ASÍ.

Séu verðbreyt­ing­ar í janú­ar­mánuði skoðaðar nán­ar megi sjá að mest hækki verð á op­in­berri þjón­ustu en í heild­ina hækki hún um 5,8% ( vísi­tölu­áhrif 0,45%). Þar af hækki gjald­skrár orku­veitna fyr­ir raf­magn og hita um 1,6% (vísi­tölu­áhrif 0,4%) og gjöld fyr­ir sorp­hirðu, hol­ræsi og vatn um 12,6% (vísi­tölu­áhrif 0,19%).

Þessu til viðbót­ar megi nefna að heil­brigðisþjón­usta hækki um 1,7% ( vísi­tölu­áhrif 0,03%) og fé­lags­leg þjón­usta hækki um ríf­lega 11,5% ( vísi­tölu­áhrif 0,09%) en und­ir þann lið heyri t.a.m. leik­skóla­gjöld. Þá hækki verð á mat- og drykkjar­vör­um um 0,9% frá fyrra mánuði (vísi­tölu­áhrif 0,14%), mest vegna hækk­ana á ávöxt­um og græn­meti og verð á bens­íni og olíu hækk­ar um 5,2% ( vísi­tölu­áhrif 0,3%).

Vetr­ar­út­söl­ur eru í full­um gangi og vega verðlækk­an­ir vegna þeirra upp á móti. Mest lækk­ar verð á föt­um og skóm á milli mánaða eða um 10,3% (vísi­tölu­áhrif -0,61%). Þá lækk­ar verð á hús­gögn­um og heim­il­is­bú­anaði um ríf­lega 2,2% (vísi­tölu­áhrif -0,14%) og flug­far­gjöld til út­landa lækka um 13,7%( vísi­tölu­áhrif -0,15%), en sá liður sveifl­ast að jafnaði um­tals­vert milli des­em­ber og janú­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert