Hellisheiðin enn lokuð

Hellisheiði er enn lokuð en flestar aðrar aðalleiðir á  Suðurlandi eru færar. Þó er þæfingsfærð á Mosfellsheiði, víða er nokkur hálka og þungfært á örfáum sveitavegum.

Greiðfært er á Reykjanesbraut en ófært á Suðurstrandarvegi og Krýsuvíkurvegi.

Hringvegurinn  er auður frá Reykjavík upp í Borgarfjörð en annars er víðast hvar hálka á Vesturlandi. Flughált er þó milli Búða og Arnarstapa. Það er hvasst á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og eins á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem ekki hefur verið ferðaveður. Fróðárheiði er ófær en hálkublettir eru á Útnesvegi.

Á Vestfjörðum er vegur lokaður á Raknadalshlíð innan við Patreksfjörð vegna snjóflóðahættu og ófært er á Kleifaheiði.
Ófært er milli Patreksfjarðar og Bíldudals og eins frá Vatnsfirði og austur yfir Klettsháls.   Flughált er í Gufudalssveit og á Innstrandarvegi.
Á Norðurlandi er víðast hvar hált. Flughált er í Langadal og þar er óveður. Eins er flughált á Þverárfjalli og nokkuð víða í Skagafirði. Flughált er einnig  á Öxnadalsheiði.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Austurlandi og Suðausturlandi en varað er við flughálku úr Öræfum og vestur í Vík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka