Munu ekki afhenda upplýsingar

PIP-púðar
PIP-púðar Reuters

Lýta­lækn­ar munu ekki af­henda land­lækni per­sónu­grein­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar um all­ar kon­ur sem farið hafa í brjóstas­tækk­un­araðgerðir frá 1. janú­ar árið 2000 fyrr en þeir eru full­viss­ir um að slíkt sé heim­ilt sam­kvæmt lög­um.

Kem­ur þetta fram í yf­ir­lýs­ingu Lækna­fé­lags Íslands.

Lækna­fé­lagið ásamt Fé­lagi ís­lenskra lýta­lækna átti fund með land­lækni 24. janú­ar sl. til þess að ræða nán­ar hið svo­kallaða PIP-mál.

Kem­ur jafn­framt fram í yf­ir­lýs­ing­unni að Lækna­fé­lag Íslands hafi leitað leiðbein­inga Per­sónu­vernd­ar vegna kröfu land­lækn­is um upp­lýs­ing­arn­ar og þá staðreynd að svo virðist sem búa eigi til per­sónu­grein­an­lega skrá með nöfn­um allra kvenna sem geng­ist hafa und­ir brjóstas­tækk­un­araðgerð frá 1. janú­ar 2000 til árs­loka 2011.

Benda lækn­ar á að þeir telji laga­heim­ild­ir land­lækn­is til per­sónu­grein­an­legra upp­lýs­inga fyr­ir gildis­töku laga um land­lækni og lýðheilsu vera óskýr­ar.

Enn­frem­ur benda lækn­ar á í yf­ir­lýs­ing­unni að fjöl­marg­ar kon­ur hafi leitað til lýta­lækna og lagt bann við að per­sónu­grein­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar verði send­ar til land­lækn­is.

Sam­eig­in­leg niðurstaða þeirra er fund­inn sátu er því sú að bíða leiðbein­inga eða úr­sk­urðar Per­sónu­vernd­ar um það hvort lýta­lækn­um sé yf­ir­höfuð heim­ilt að senda umbeðnar upp­lýs­ing­ar.

Þá ít­rek­ar Lækna­fé­lag Íslands og Fé­lag ís­lenskra lýta­lækna að þau hafi enga per­sónu­legra hags­muna að gæta af því að veita ekki umbeðnar upp­lýs­ing­ar. Mik­il­vægt sé að eng­in óvissa ríki um heim­ild lýta­lækna til upp­lýs­inga­gjaf­ar þar sem refsi- og bóta­ábyrgð kann að fylgja því að gefa per­sónu­grein­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar um sjúk­linga.

Þá er fólki bent á að Lækna­fé­lag Íslands hef­ur tekið sam­an grein­ar­gerð vegna máls­ins og birt­ir hana á heimasíðu sinni. Einnig er þar að finna bréf sem send hafa verið vegna máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert