Vigdís: Evrur frá ESB

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, lög­fræðing­ur og þingmaður Fram­sókn­ar, skrif­ar grein í Morg­un­blaðið í dag og ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við þings­álykt­un­ar­til­lögu um styrki sem Össur Skarp­héðins­son hef­ur lagt fram á Alþingi.

Hún seg­ir að Stein­grím­ur J. beri mikla ábyrgð í mál­inu og sí­fellt hækki af­glap­astabbi hans í starfi. Þá seg­ir Vig­dís m.a. í grein sinni: Enn á ný er rík­is­stjórn­in að selja dómsvaldið úr landi. Gera menn sér grein fyr­ir hvað þetta þýðir í raun og sann? Hér er verið að lög­leiða að rík­is­valdið standi með ESB í dóms­máli á móti sín­um eig­in þegn­um. Er hægt að kom­ast neðar í und­ir­lægju­hætti gagn­vart Brus­sel-veld­inu? Þessi samn­ing­ur er fjand­sam­leg­ur ís­lensku sam­fé­lagi og leiðir það eitt af sér að upp­fylla kröf­ur ESB – að gera Ísland að ESB ríki án und­an­far­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Grein Vig­dís­ar má lesa í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert