Vilja auka þekkingu á leikskólastarfi

Hress og kát leikskólabörn.
Hress og kát leikskólabörn. mbl.is/Eggert

RannUng - Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands og sveitarfélögin Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes hafa gert samstarfssamning um rannsóknarverkefni í leikskólum.

Markmið samstarfsins er að auka þekkingu á leikskólastarfi í sveitarfélögunum og stuðla að auknum gæðum í leikskólastarfi. Um er að ræða samning til þriggja ára.

Verkefnið mun hefjast í apríl 2012 með kynningum á verkefninu og fundum með starfsfólki. 

„Fyrsta  rannsóknin sem  aðilar  taka höndum saman um að vinna er um tengsl leiks  við námssvið aðalnámskrá leikskóla frá 2011. Markmið rannsóknarinnar er  að vinna með tengsl leiks og náms í leikskólum. Jafnframt verður skoðað hvernig leikskólakennarar, umhverfið og barnahópurinn styðja við leik barna og  nám.  Gengið  verður út frá víxlverkun leiks og náms, þar sem leikurinn styður  við  nám  og nám styður við leik. Starfendarannsókn og þróunarvinna verður  unnin  í  fimm  leikskólum,  einum  í  hverju  sveitarfélagi,  árin 2012-2014,“ segir í tilkynningu.


Jóhanna Einarsdóttir, forstöðumaður RannUng, og bæjarstjórar í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, …
Jóhanna Einarsdóttir, forstöðumaður RannUng, og bæjarstjórar í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi undirrituðu samninginn í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands síðastliðinn miðvikudag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert