Vilja auka þekkingu á leikskólastarfi

Hress og kát leikskólabörn.
Hress og kát leikskólabörn. mbl.is/Eggert

Rann­Ung - Rann­sókn­ar­stofa í mennt­un­ar­fræðum ungra barna við Há­skóla Íslands og sveit­ar­fé­lög­in Garðabær, Hafn­ar­fjörður, Kópa­vog­ur, Mos­fells­bær og Seltjarn­ar­nes hafa gert sam­starfs­samn­ing um rann­sókn­ar­verk­efni í leik­skól­um.

Mark­mið sam­starfs­ins er að auka þekk­ingu á leik­skóla­starfi í sveit­ar­fé­lög­un­um og stuðla að aukn­um gæðum í leik­skóla­starfi. Um er að ræða samn­ing til þriggja ára.

Verk­efnið mun hefjast í apríl 2012 með kynn­ing­um á verk­efn­inu og fund­um með starfs­fólki. 

„Fyrsta  rann­sókn­in sem  aðilar  taka hönd­um sam­an um að vinna er um tengsl leiks  við náms­svið aðal­nám­skrá leik­skóla frá 2011. Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar er  að vinna með tengsl leiks og náms í leik­skól­um. Jafn­framt verður skoðað hvernig leik­skóla­kenn­ar­ar, um­hverfið og barna­hóp­ur­inn styðja við leik barna og  nám.  Gengið  verður út frá víxl­verk­un leiks og náms, þar sem leik­ur­inn styður  við  nám  og nám styður við leik. Star­f­end­a­rann­sókn og þró­un­ar­vinna verður  unn­in  í  fimm  leik­skól­um,  ein­um  í  hverju  sveit­ar­fé­lagi,  árin 2012-2014,“ seg­ir í til­kynn­ingu.


Jóhanna Einarsdóttir, forstöðumaður RannUng, og bæjarstjórar í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, …
Jó­hanna Ein­ars­dótt­ir, for­stöðumaður Rann­Ung, og bæj­ar­stjór­ar í Garðabæ, Hafnar­f­irði, Kópa­vogi, Mos­fells­bæ og Seltjarn­ar­nesi und­ir­rituðu samn­ing­inn í hús­næði Menntavís­inda­sviðs Há­skóla Íslands síðastliðinn miðviku­dag.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert