Vill strax niðurstöðu um makrílinn

Steingrímur J. Sigfússon og Maria Damanaki í Brussel.
Steingrímur J. Sigfússon og Maria Damanaki í Brussel.

María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að finna verði lausn á deilum um makrílveiðar strax. Þetta segist hún hafa sagt við Steingrím J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á fundi þeirra í Brussel í vikunni.

„Ég ræddi við Sigfússon, nýjan sjávarútvegsráðherra Íslands, og lagði áherslu á það við hann að við yrðum að finna lausn á makríldeildunni strax. Ég sagði honum að við yrðum að gera allt sem við gætum til að koma í veg fyrir hrun þessa mikilvæga fiskistofns,“ segir í fréttatilkynningu sem Damanaki birti eftir fundinn.

Damanaki segir að á fundinum hafi auk þess verið rætt um breytingar á sameiginlegu fiskveiðistefnunni. Steingrímur hafi rætt um viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu og um sjávarútvegskaflann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert