Flokksstjórnarfundur hafinn

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra. mbl.is/Eggert

Fundur flokksstjórnar Samfylkingarinnar hófst kl. 10 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, en Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, setur fundinn.

Á fundinum verða forgangsverkefni í atvinnu- og efnahagsmálum í brennidepli og munu málefnanefndir flokksins standa fyrir málstofum þar sem ályktanir landsfundar Samfylkingarinnar frá því í október 2011 verða hafðar til hliðsjónar og staða verkefna á málasviðum nefndanna metin.  

Framkvæmdastjórn flokksins mun jafnframt leggja fram tillögu um forystu og skipan málefnanefnda auk þess sem tillaga Andrésar Jónssonar o.fl. um landsfund í vor frá flokksstjórnarfundi 30. desember sl. verður tekin til umfjöllunar.   

Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðsherra munu fara yfir brýnustu verkefnin í ráðuneytum sínum, að lokinni ræðu Jóhönnu.

Í málstofu um brýnustu verkefnin í atvinnu- og auðlindamálum munu þau Ólína Þorvarðardóttir þingkona og Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, flytja stutt innlegg um stöðu tillagna um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og sitja fyrir svörum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert