Jökulhlaup í Gígjukvísl

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ásdís

Vatnshæð og leiðni í Gígjukvísl á Skeiðarársandi hefur hækkað óvenjumikið frá því um hádegið í gær, föstudag. Vatnið í ánni er dökkt að lit og einnig fannst brennisteinslykt við brúna um kl. 17 í dag, að því er Veðurstofa Íslands segir.

Fram kemur að mælingar sýni ekki mjög mikla hækkun á vatnshæð en líklegt sé að áin hafi grafið sig niður og því gæti vatnshæðin verið meiri.

Að sögn lögreglunnar hafði vatnshæðin aukist í kvöld miðað við sem var um fimmleytið í dag og einnig var nokkuð um ís í ánni.

Líklegast hefur hlaupið úr Grímsvötnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert