Landsdómsmálið fleygur íhaldsins

Frá fundi Samfylkingarinnar í dag.
Frá fundi Samfylkingarinnar í dag. mbl.is/Eggert

„Lát­um ekki íhaldið reka fleyg í okk­ar raðir. Til­gang­ur­inn er auðvitað sá að kalla fram kosn­ing­ar sem fyrst og koma í veg fyr­ir að grund­vall­ar­atriðin í stefnu okk­ar jafnaðarmanna um breytt fisk­veiðistjórn­ar­kerfi, breytta stjórn­ar­skrá og auðlinda­stefnu í þágu þjóðar­inn­ar verði að veru­leika og þeir geti þar ráðið ferðinni í þágu sinna sér­hags­muna,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­sæt­is­ráðherra, um lands­dóms­málið gegn Geir H. Haar­de í setn­ing­ar­ræðu sinni á flokk­stjórn­ar­fundi flokks­ins nú í morg­un.

Hún sagði að málið væri öll­um erfitt og því fylgi djúp­stæðar til­finn­ing­ar. Það hafi valdið brest­um í röðum jafnaðarmanna. Sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar geti hún gefið flokks­mönn­um sín­um það eitt ráð að virða og um­bera skoðanir hvert ann­ars í mál­inu.

„Velkj­umst aldrei í vafa um það að nú er unnið  leynt og ljóst víða í þjóðfé­lag­inu að því að koma íhald­inu aft­ur til valda áður en við jafnaðar­menn náum þess­um stóru bar­áttu­mál­um í höfn. Bar­átt­an um Ísland – hið nýja Ísland og framtíðina er nú í al­gleym­ingi. Valda- og varna­banda­lög sér­hags­muna munu ekki meðan ég fæ ein­hverju ráðið stoppa okk­ur. Þar ætl­um við að sigra. Eina leið þess­ara afla til að koma í veg fyr­ir að við ljúk­um ætl­un­ar­verki okk­ar, er að kljúfa okk­ar eig­in ráðir og ala á úlfúð og sundr­ungu. Heit­um því, góðir fé­lag­ar, að það muni ekki tak­ast,“ sagði Jó­hanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert