Engin rök til að draga ákæruna til baka

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. mbl.is/Ómar

Lilja Mós­esd­óttir þing­maður seg­ist ekki hafa séð nein efnisleg rök fy­r­ir því að draga til baka ák­ær­una á hend­ur Geir H. Ha­arde, fy­r­rv­er­andi fors­æt­is­ráðherra. Þetta kom fram í máli Lilju í Silf­ri Eg­ils.

Hún seg­ist hins vegar ekki vera viss um að at­kvæði verði greidd um það á Alþingi þar sem fjöldi mála komi ald­r­ei úr nefnd.

Sof­f­ía Sig­urðard­óttir frá Sa­mf­y­lk­ing­unni var einnig í þætt­inum og hún seg­ist ekki sjá nein rök fy­r­ir því að draga ák­ær­una til baka.

Jón Magnússon, lö­gmaður og fy­r­rv­er­andi þing­maður Sjálf­stæðisflokks­ins, seg­ir að það va­nti upp á að þeir sem tjái sig um málið skoði hvað standi eftir af málinu. Hann seg­ir að það sem eftir standi af ák­ær­unni snerti ekki hr­unið neitt. Það hafi sýnt sig í umræðum á Alþingi hversu mikil pólitík sé að baki ákvörðun ým­issa þing­m­anna. Hann hrósaði grein Ögm­undar Jónassonar innanríkis­ráðherra um hr­unið sem birt var í Mor­g­un­blaðinu nýverið.

Jón seg­ist sannf­ærður um að Geir verði sýknaður og það sé ekki hægt að gera einst­a­klin­gi að sitja undir svo heim­s­ku­legri ák­æru. Vilhjálm­ur Bj­arnason, viðski­p­t­af­ræðing­ur og kennari við Hásk­óla Íslands, tók í sv­i­paðan str­eng og Jón í Silf­ri Eg­ils.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert