Vegaviðgerðir halda áfram á Skeiðarársandi en vegurinn er talsvert illa farinn vegna flóða. Samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli er enn þarft að brýna fyrir ökumönnum að fara varlega eigi þeir leið yfir þennan vegarkafla. Ljóst er að viðgerðin mun taka lengri tíma en áætlað var vegna erfiðra aðstæðna. Fyrr í dag náðist að losa ræsin undir brúnni á Skeiðarársandi þannig að það er hætt að flæða yfir veginn og nú rennur áin undir brúna og vatnsyfirborð lækkar jafnt og þétt.Talið er að eitthvað muni rigna í nótt og þarf því að halda áfram að moka úr ám fram eftir nóttu.
Einnig mokar skurðgrafa linnulaust úr farvegi Svaðbælisár og hefur vart undan.