Gefur kost á sér í biskupskjöri

Agnes M. Sigurðardóttir
Agnes M. Sigurðardóttir

Agnes M. Sig­urðardótt­ir, prest­ur í Bol­ung­ar­vík, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í embætti bisk­ups Íslands.

Hún seg­ir í fram­boðstil­kynn­ingu að hún vilji veg kirkj­unn­ar sem mest­an því hún flyti þann boðskap er möl­ur og ryð fá ekki grandað, boðskap sem kem­ur að gagni á veg­ferð manns­ins í gegn­um lífið. Veg­ferð sem mörkuð er öll­um þeim aðstæðum sem koma upp, gleði og sorg, hvers­dög­um og hátíðis­dög­um, mál­um sem þarf að vinna úr og tak­ast á við.

„Ég hef fengið hvatn­ingu til að gefa kost á mér sem bisk­ups­efni. Þau sem hafa hvatt mig telja að ég geti gagn­ast kirkj­unni vel á þeim vett­vangi og geti leitt hana á far­sæl­an hátt þjóðinni til heilla og henni sjálfri til sóma. Lýsi ég því hér með yfir að ég er reiðubú­in til þessa verk­efn­is og býð mig hér með fram sem bisk­ups­efni.

Kirkj­an hef­ur eins og þjóðfé­lagið allt gengið í gegn­um erfiðleika­tíma. Það er sam­eig­in­legt verk­efni allra að tak­ast á við það sem upp kem­ur, leggja gott til og hlusta á hvert annað. En við þurf­um líka að heyra og meðtaka boðskap­inn. Kirkj­an er til vegna trú­ar­inn­ar á Jesú Krist. Þess vegna bend­ir hún á þann lífs­stíl og siðfræði sem Jesús boðaði. Lífs­stíl sem bygg­ist á djúpri vináttu við Guð og sam­vinnu karla og kvenna. Lífs­stíl sem styðst ekki við völd yfir öðrum held­ur við gagn­kvæma vináttu og um­hyggju­semi, sem leiðir til far­sæld­ar fyr­ir ein­stak­linga, kirkju og sam­fé­lag,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert