Helmingur vill viðræður áfram

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins. Reuters

Helm­ing­ur þeirra sem svöruðu könn­un sem unn­in var á veg­um Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands vill að aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið verði haldið áfram.

37,9% þeirra sem tóku af­stöðu vildu hætta viðræðum en 12,1% tók ekki af­stöðu, að því er fram kom í kvöld­frétt­um RÚV.

Spurt var: Hver er afstaða þín til aðild­ar­viðræðna Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins? Vilt þú halda aðild­ar­viðræðunum áfram eða hætta þeim?

Þeir sem eldri eru vilja frek­ar halda viðræðum áfram en þeir sem yngri eru. Karl­ar eru frek­ar fylgj­andi viðræðunum en kon­ur, og þeir sem búa á höfuðborg­ar­svæðinu vilja frek­ar halda þeim áfram en þeir sem búa á lands­byggðinni. Og því meiri mennt­un og því hærri tekj­ur sem svar­end­ur höfðu, því frek­ar vildu þeir halda viðræðum áfram.

Þegar stuðning­ur við stjórn­mála­flokka er skoðaður kem­ur mik­ill mun­ur milli hópa í ljós. Rúm 30% kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins vilja halda viðræðum áfram, rúm 90% kjós­enda Sam­fylk­ing­ar, 25% fram­sókn­ar­manna og rúm­lega 55% kjós­enda Vinstri grænna, sam­kvæmt frétt á vef RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert