Viðræðum haldið áfram

Fundur í bæjarstjórn Kópavogs
Fundur í bæjarstjórn Kópavogs mbl.is/Árni Sæberg

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í bæjarstjórn Kópavogs hittust á fundi í kvöld en óformlegar viðræður standa yfir á milli flokkanna um að mynda meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Áfram verður fundað á morgun, að sögn Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Hún segir að fundurinn í kvöld hafi verið góður og margt borið þar á góma enda mörg mál sem þurfi að ræða.

Allir flokkarnir munu eiga fundi með sínu baklandi á morgun en einnig er stefnt að áframhaldandi fundum milli fulltrúa flokkanna.

Aðspurð hvort eitthvað sé byrjað að ræða bæjarstjóramál segir Guðríður það  ekki vera enn sem komið sé heldur séu það málefnin sem séu til umræðu milli fulltrúa flokkanna. Hún segist hins vegar vonast til þess að lending náist í viðræðunum sem fyrst en tekur fram að ekki sé hægt að segja til um hvenær þeim ljúki að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert