Neyðarflutningsmaður frá Slökkviliði Akureyrar lagði af stað með í sjúkraflug með sjúkraflugvél Mýflugs kl. 06:30 í gærmorgun. Vélin flaug frá Akureyri til Chambery í Frakklandi til að sækja sjúkling sem slasaðist á skíðum.
Fram kemur á vef slökkviliðsins að heildartími ferðarinnar hafi slegið í 17 tíma frá því lagt var af stað og komið aftur til Akureyrar.
Þá segir að sjúkraflutningamenn Slökkviliðsins á Akureyri séu orðnir nokkuð vanir þessum löngu ferðum enda komi slíkar beiðninokkrum sinnum á ári hverju.